Gleðileg jól

Gleðileg jól allir saman og ég vona að þið hafið átt góða daga yfir jólahátíðina.

Það gerðum við svo sannarlega. Hér var sem sagt allt eins og það átti að vera mikið borðað, sofið, lesið, spilað og allt sem maður gerir vanalega á jólunum.

Anna Bára var þó ekki alveg með besta móti, örugglega eitthvað í hálsinum á henni því hún fór alltaf að gráta þegar hún geyspaði greyið, og var líka frekar pirruð á nóttunni. En svo í morgun þegar hún fór í leikskólann eftir jólafrí þá var hún bara hin hressasta, kannski hana hafi bara vantað að komast í leikskólann.

Það var náttúrlega mikill spenningur í strákunum dagana fyrir jól, þó svo að móðir þeirra hafi bara slegið þessu upp í kæruleysi og skellt sér í bústað með nokkrum vinkonum að kveldi 22. des og kom heim 23. des. Ég sem sagt fór með Guðrúnu Erlu sem búsett er í USA, og kom heim nú um hátíðarnar og þurftum við að fagna því að sjálfsögðu ásamt 6 öðrum vinkonum. Þetta var orðin kærkominn hittingur þar sem hún hefur ekki komið heim í 2 ár og þessi hópur hefur ekki komið saman í......thja ég bara man ekki hvað það er langt síðan við hittumst.....

Eina sem átti eftir að redda á Þorláksmessu var jólagjöfin hans Gísla. Við gátum með engu móti ákveðið hvað við ættum að gefa honum, en Trausti hafði mjög sterka skoðun á því þar sem hann vissi að hann fengi kuldaskó frá okkur.....fannst það þá sjálfgefið að Gísli fengi skó líka. En við enduðum svo á því kl 10 á Þorláksmessukvöld að kaupa PSP tölvu handa honum. Okkur finnst alltaf við verða að verðlauna drenginn því hann er alveg ótrúlega duglegur að hjálpa til hér heima. Hann til dæmis skúraði allt hér heima fyrir jólin og var bara alltaf tilbúinn að hjálpa til ef eitthvað var. Við höldum að það séu ekki margir 12 ára strákar sem ganga í öll þau verk sem Gísli tekur að sér. Trausti fékk svo líka bók, tölvleik og geisladisk. Þar með var hann sáttur.

Gísli var orðinn frekar örvæntingafullur hér yfir því að við vorum ekki búin að versla jólagjöfina hans á Þorláksmessu. Sagði við mig: "ég fæ örugglega enga pakka!" ég sagði honum að hann gæti nú treyst því að hann fengi pakka. Þá kom í honum: "mér þætti bara meira gaman ef ég fengi jólagjöf frá ykkur!!!" Greyið var farinn að örvænta að hann fengi yfirleitt nokkuð frá foreldrunum.

Trausti var nú svo slakur hér á aðfangadag svona þegar leið á daginn, að hann bara fór upp og lagði sig þegar við vorum að gera matinn klárann. Gísli átti bara að vekja hann þegar við færum að bera á borð....spennan var nú ekki meiri en það. Þegar við vorum búin að borða þá var gengið frá og við náðum að opna og lesa jólakortin áður en fjörið í pökkunum byrjaði. Það kom ýmislegt upp úr þeim. Við Maggi gáfum óvænt hvort öðru hálsmen, ótrúlega samtaka......svo fékk ég pils frá honum alveg svakalega flott. Anna Bára fékk bara eitthvað hlýtt að vera í. Ullarbol og -buxur, flísbuxur, ullarvettlinga, gæruskinnskó, dúnvesti, ullarvesti. Ótrúlega gott allt saman fyrir svona kaldar hendur og kaldar tær.

Á jóladag var svo jólaboð í Stekkholtinu þar sem við komum öll saman stórfjölskyldan. Byrjað á að fá sér kaffi og svo hangiket í kvöldmat. Alltaf notalegar stundir þessi tími. Svo á annan í jólum komu vinkonur mínar Elsa og Lilja ásamt sínum mökum og börnum. Var svona sameiginleg máltíð og kaffi á eftir. Alltaf gaman að hitta þær stöllur og við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af stórafmæli á árinu 2007.

Þriðja í jólum var svo bara afslappelsi, farið í göngutúr og svo bara slakað á. Við tókum okkur bæði frí frá vinnu og vorum bara í notalegheitum. Það var líka erfitt að koma sér í vinnu í morgun þar sem sólahringurinn verður alltaf eitthvað snúinn svona í fríum. Strákarnir eru algerlega búnir að koma sér í þann pakka að sofna seint og vakna seint. Verður ekki auðvelt að snúa því við aftur.

Mamma og pabbi eru svo á suðurleið á morgun og verður það kærkomið að fá þau í heimsókn. Alltaf gott að fá fólkið sitt til sín. Við ætlum að fagna nýju ári saman en þau hafa aldrei verið hjá okkur á þessum tíma. Bara yndislegt.

Jæja ætli ég láti ekki þessari færslu lokið og segi bara gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott.

Hafið það sem allra best yfir það sem eftir er af hátíðinni

Nýárskveðja, Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband