9.12.2006 | 23:38
Hálsbólga
Hér er búið að vera hálsbólga í gangi í nærri tvær vikur. Gísli byrjaði, ég tók svo við fyrir viku síðan og svo var Trausti komin með þennan skít á þriðjudaginn. Algjört ógeð. Ég var nú orðin svo pirruð á þessu að ég fór til læknis í dag og fékk pensilin þannig að þetta ætti að fara fljótlega úr mér.
Við erum búin að vera svakalega dugleg í dag. Búin að laga til í saumaherberginu - hef verið að kvíða því í marga daga að fara þar inn til að þrífa en svo var þetta bara fljótgert, henti bara helling af drasli. Ætla svo reyndar að gera þetta enn betur með því að fá mér almenninlegar hirslur þarna inn, mjög fljótlega.
Eftir þessa tiltekt þá fórum við að taka á móti jólasveinunum sem koma til að kveikja á jólatréi bæjarins. Alltaf gaman að því, Gísli er samt ekki alveg á því að fara og hitta þessa kalla, vildi heldur vera í Tryggvaskála og eta og drekka heldur en að eiga einhver samskipti við þá rauðklæddu En Trausti er ekki eins illa við þá og var hann strax komin í einhvern eltingaleik við þá til að ná sambandi......
Þegar heim var komið var svo ráðist í bakstur. Hrært í piparkökur sem var svo geymt í ísskápnum, síðan var hrært í lakkrískurlkökur úr nýja Nóa Sírius bæklingnum - svakalega góðar. Svo bakaði ég Jóa Fel jólakökur - keypti tilbúið deig í Hagkaup til að prófa, þær líta bara vel út. Síðan var piparkökudegið flatt út og gerðir kallar og kellingar af Trausta og Gísla. Í millitíðinni var svo eldaður kjúlli á nýju lean mean fat machine.....grilli. Ótrúlega gott og sniðugur gripur.
Trausti er svo alsæll með þennan dag að hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir daginn, það fékk aðeins á mann við það, við höfum lítið gert saman annað en að fara á handbolta og fótboltamót síðustu helgar. En það verður að reyna að breyta því á einhvern hátt þótt íþróttir séu af hinu góða.
Á morgun verður líka góður dagur, allavega fyrir mig. Ég á von á frænkum mínum - Sonju, Gurru og Hófý. Þær ætla að koma austur í kaffi en Sonja er að koma heim frá Noregi til að halda jól með fjölskyldu sinni. Oh það verður svo gaman að fá þær allar, alltaf fjör í kring um þær systur. Verst bara hvað það er sjaldan sem við hittumst.
Nú er hef ég skipt um nefnd í bæjarmálunum. Fór úr leikskólanefnd yfir í skólanefnd. Er að fikra mig upp aldursstigan hægt og rólega. Allt þetta brölt í framsóknarmönnum hefur kostað mikið rót og rask í sveitarfélaginu og að ég tali ekki um fjárhagslegan kostnað. Ég held að þeir hafi ekki með neinu móti gert sér grein fyrir hvurslags havarí þetta varð, og er örugglega ekki búið.
En nú ætla ég að fara leggjast til hvílu,
Góða nótt, Kristín - loksins komin í jólaskap
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vinkona greinilega alltaf nóg að gera hjá stórfjölskyldunni. En gaman að lesa hvað er verið að gera mikið jóla því ekki hefur þú getað sinnt þessu síðast liðin ár alltaf verið í próflestri eða öðru svo frábært bara. Ég fer nú bráðum að kynnast þessu en smá í það enn. Gaman að fylgjast með þér og ykkur var einmitt að skoða myndir þú verður að vera dugleg að setja inn svo maður geti fylgst ennþá betur með ykkur.
Kær kveðja frá Danaveldi, Brynja.
Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.