Vonbrigði

Já það eru frekar vonlausir tímar framundan..... Nýr bæjarstjóri og nýr meirihluti hefja störf hér í Árborg á morgun. Samsuða úr þremur flokkum sem reyndu að ná saman í vor en gerðu ekki, og maður spyr sig, hvað hefur breyst???

Nýji bæjarstjórinn bauð sig fram til bæjarstjóra síðasta vor en fékk ekki brautargengi til þeirra verka en samt ætlar hún að setjast í þann stól. Hvernig ætlar hún að starfa með lítið sem ekkert fylgi á bak við sig???

Maður skilur ekki alveg hvað er að gerast í þessu blessaða bæjarfélagi en við verðum bara að vera þolinmóð og ef meirihlutinn springur ekki á næstunni þá dansa þeir línudans fram að næstu kosningum og hreinn meirihluti verður að veruleika. Wink

Annars er bara búin að vera hér hálsbólga og einhver skítur í okkur familiunni. Gott að klára það fyrir jól. Gísli er búinn að vera með hálsbólgu í viku, ég aðeins skemur og Trausti og Maggi eru rétt byrjaðir...

Ég fór í bæinn í gær til að versla jólagjafir. Við Inga ákváðum að fara bara einn svona virkan dag og gera eins mikið og hægt er því það er ekki þess virði að fara á laugardögum eða sunnudögum og pirra sig á mannmergðinni allsstaðar. Enda gekk þetta glymrandi og við fundum meira að segja helling á okkur sjálfar. Smile

Ég var svo að koma af síðasta fundi leikskólanefndar sem formaður, það var frekar skrýtið og allir frekar þungir yfir þessu öllu saman. Fólk búið að koma sér inní mál og svo er bara öllu kippt undan okkur og ein verður að hætta þar sem hún er ekki í réttum flokki.........Já framsóknarmenn tapa fólki úr nefndum á þessu brölti sínu og við Sjálfstæðismenn fáum fleiri nefndarmenn í staðinn - ekki slæm skipti að því leyti. Allt í lagi að fækka þeim - þeir fara líka að ná maltprósentunniLoL

Jæja þetta er að verða gott af vonleysisbullinu

Kristín - bara svekkt, jafna mig fljótt -  vonandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband