17.11.2006 | 12:33
Langt síðan síðast
Held að það sé komin tími á bloggfærslu hér.....
Sit heima núna með Trausta og Önnu Báru lasin, Trausti er fullur af kvefi og kvartaði um í eyranu í morgun, og Anna Bára er bara með einhverja hitapest. Hún sofnaði ekki fyrr en um 4 leytið í nótt og var sjóðheit og með smá skjálfta svona annað slagið, mjög skrítið og manni stendur ekki alveg á sama. En þegar ég spurði Trausta hvort hann vildi ekki bara vera heima með okkur þá var hann harður á því að fara í skólann. Ég skildi ekki þennan mikla áhuga hjá barninu með það að fara í skólann því maður er að berjast við hann alla morgna að koma honum á fætur og svona. Það var svo fljótt að velta upp úr honum ástæðan. En það er bíóferð í dag með bekknum sem hann mátti ekki missa af. Við sögðum honum að hann gæti farið í bíó hann yrði bara keyrður. Þar með samþykkti hann það.
Það hefur mikið gengið á síðan síðast, ég er búin að leggjast í bælið, en ó bara með hausverk og hita. Byrjaði á því á fimmtudagsmorgunin í síðustu viku að fara í leikfimi kl 6 að morgni dags, það fór nú þannig að ég kom heim skjálfandi og nötrandi, lagðist undir sæng og sofnaði og vaknaði kl 4 síðdegis......enn í leikfimisfötunum ótrúlegt hvað maður getur verið slappur. Anna Bára var heima alveg frá þriðjudegi til föstudags í síðustu viku alltaf gubbandi.
Föstudaginn 10. nóv hélt Gísli upp á afmæli sitt og bauð nokkrum strákum hingað i hamborgara veislu. Það gekk bara vel í þetta skiptið en þetta eru fyrirkvíðanlegir dagar þessar afmælisveislur.
Á laugardeginum var síðan prófkjör hjá okkur sjálfstæðismönnum hér í Suðurkjördæmi. Ég var að udnirbúa afmæli sem átti að vera hér á sunnudaginn fyrir ömmur, afa og frænkur og frændur. Ég fór síðan í talningu kl 4 og hélt að það væri nú bara létt verk og yrði klárað fljótlega upp úr miðnætti. EN NEI, ég kom heim að verða hálf sjö morguninn eftir. Þeta gekk alltof hægt fyrir sig að mínu mati. Úrslitin voru heldur ekki að mínu skapi, ég hefði viljað sjá Kjartan í 2. sæti og Johnsenin enhversstaðar mun neðar. Þó það sé liðin vika síðan þetta var þá er ég ekki alveg búin að sjá ljósið við þennan lista sem fólkið hér í kjördæminu kaus.........En það verður að hafa það. Það er nú strax farið að reka ofan í Johnseninn umæli sem hann viðhafði í sjónvarpinu um að hann hafi gert tæknileg mistök???? Mjög skrýtið að segja svona finnst mér.....En maður verður vonandi búin að jafna sig fyrir vorið - ekki get ég hugsað mér að kjósa eitthvað annað.
Sunnudagurinn fór svo í að baka og setja á tertur því afmælið byrjaði kl 4 og ég rétt náði að koma mér á lappir og klára að gera og græja fyrir afmælið. Þetta reddaðist allt saman og gekk bara mjög vel. Og Gísli var alsæll með þetta allt saman og allar afmælisgjafirnar.
Mánudagurinn var mjög erfiður því ég var hrikalega þreytt eftir þessa massa helgi. Hélt ég myndi sofna í vinnunni en það bjargaðist þar sem verkefnið sem ég var að vinna var krefjandi
Ég ætlaði aldeilis að taka jólaverslun í nefið á morgun en það er alltaf eitthvað sem kemur upp á. Ég fr nú ekki með Önnu Báru ef hún heldur áfram að vera svona eins og hún er í dag. Sefur ekki fyrir stressi eða ég veit ekki hvað þetta er í henni. Pirrast frekar yfir engu, sem er mjög ólíkt henni. Hugmynd mín er nefnilega sú að vera búin snemma í jólastressinu og fara jafnvel helgina fyrir jól með familíuna til Köben og anda að okkur jólunum þar.....Væri svakalega gaman fyrir okkur öll ef þetta væri mögulegt.
Kemur í ljós
Kveðja Kristín
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.