7.11.2006 | 10:48
Æla
Jæja hér er nú alltaf eitthvað um að vera og ætla ég að stikla á því helsta hér.
Við vorum varla komin suður þegar pabbi heimsótti okkur hingað, en hann var á einhverjum fundum í Reykjavík og skellti sér austur yfir til að heimsækja fjölskylduna. Alltaf gott og gaman að fá sína nánustu til sín. Nú svo þegar hann var rétt farin þá komu Helga og Brói með börnin tvö, og gestrisnin er svo mikil hér á bæ að við fórum í matarboð þegar þau komu og skildum þau eftir bara í lausu lofti og þau urðu að gjöra svo vel að bjarga sér sjálf........ En þetta var einungis fyrir það að ég hélt að þau kæmu á laugardegi en ekki á föstudegi. En þetta fór allt vel að lokum og það var bara betri matur á sunnudagskvöldið fyrir vikið.
Steinþór Snær var ekki alveg nógu hress þegar hann kom var með hita og alveg ómöglegur, Helga endaði með hann upp á heilsugæslu á laugardeginum en þá var piltur komin með í eyrun enn eina ferðina og fékk þriðja pensilín-skammtinn á rétt rúmum mánuði. Þannig að við Helga gerðum lítið annað en að sitja heima og prjóna og dunda okkur. Og var það bara mjög fínt að eiga eina rólega helgi hér heima í góðum félagsskap. Anna Bára var algjört ljós um helgina og vissi maður varla af henni, var greinilega í mjög góðu formi.
Strákarnir voru að keppa og Maggi fór með Trausta niður í Þorlákshöfn þar sem hann tók þátt í fótboltamóti og Gísli spilaði einn leik hér á vellinum við FH. Þeir stóðu sig bara vel töpuðu reyndar 1-0 en það var bara vel sloppið held ég. Veðrið var líka ekki til að hjálpa úrhellisrigning og ógeðslegt fótboltaveður.
Steinþór og Berglind litu svo við hér á sunnudag en það var mjög stutt stopp, þau voru að koma af djammi á Hótel Selfoss og litu hér við á heimleiðinni.
Nú svo er staðan á heimilinu í dag sú að ég er heima með 3 sjúklinga......jamm frábært eða þannig. Maggi byrjaði í gærkvöldi með upp og niður veiki búinn að vera að í alla nótt. Hann var rekinn í annað herbergi þar sem ég ætlaði ekki að fá þetta og vildi ekki fá þessa pest í Önnu Báru. Þegar ég var svo rétt að festa svefn þá byrjar Anna Bára að æla þannig að það mátti skipta um allt á rúminu í kringum miðnættið. Nú það var ekki mikið sofið þar sem ég átti alltaf von á annarri spýju - hún kom svo um 5 leytið....púff þetta er það versta. Nú svo vaknaði Gísli alveg að drepast í maganum og hann byrjaði að æla um það leyti sem Trausti lagði af stað í skólann........Frekar svona geðslegur dagur hér á Birkivöllum.
Svo fékk maður smá sjokk áðan, þá er hringt frá skólanum og Trausti sagður ekki mættur..... "en hann fór héðan um 8 leytið" sagði ég. Þetta var um kl 9. Hún sagðist ætla að tékka betur á þessu og hringdi svo rétt seinna. Þá hafði minn villst á hópum og skellt sér í sund í staðinn fyrir að mæta í tölvutíma........ Ruglaðist aðeins En það var þó ágætt að hann var þó mættur. Maður fer alltaf að ímynda sér að eitthvað hafi komið upp á.
Þá er svona það allra helsta komið á blað, og ég get sagt ykkur að það er nóg framundan, svo hér ætti engum að leiðast. Afmælisboð á föstudaginn í 4 klukkutíma........ púff maður verður að vera vel undirbúinn undir þann dag. Svo er prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í kjördæminu á laugardaginn þar sem ég er búinn að bjóða mig fram í vinnu við talningu. Nú svo er handboltamót hjá Trausta í Víkinni á laugardag og kannski sunnudag eftir því hvernig gengur, og kannski leikur hjá Gísla í fótbolta.
Það er alltaf nóg að gera og líður þetta svo hratt hér að það verða komin jól áður en ég næ að kaupa nokkra einustu gjöf er ég hrædd um.......
En ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili
kveðja Kristín sjúkraliði
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha Trausti, Trausti Trausti......úff þú ert sko komin með efni í tvær, ef ekki þrjár bækur um barnið.....hann er alveg ótrúlegur, ohh ég sé hann alveg fyrir mér mættan í sund og örugglega ekkert að spá í það að hann tilheyrði ekki þessum hópi
Það er svo ótrúlega gaman að geta lesið svona fréttir af ykkur (þó þær hafi sosum ekki verið mjög ánægjulegar í þetta skiptið
)
Vonandi fer nú mannskapurinn að hressast......
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.