31.10.2006 | 22:27
Norðurferð og fleira
Jæja komin tími á smá færslu hér.
Það hefur verið nóg að gera hjá okkur fjölskyldunni eins og venjan er. Miðvikudagurinn var helgaður nefndar- og stjórnarfundi. Fyrst var fundur í stjórn skólaskrifstofunnar og síðan í leikskólanefnd.
Húsmóðirin fór á prjónanámskeið frekar en ekkert á fimmtudagskvöldið, svona rétt áður en hún skrapp ásamt fjölskyldunni norður.
Það er búið að standa lengi til hjá mér að demba mér á prjónanámskeið í Storkinn og lét nú loksins verða af því. Þetta var bara alveg ótrúlega skemmtilegt og þó maður kunni alveg að prjóna að þá er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Við börnin lögðum sem sagt af stað norður á fimmtudagskvöldinu í brjáluðu veðri á Hellisheiði þar sem meðalhraðinn var um 30 km á klukkustund. Mín var nú ekki alveg að hafa þolinmæði í þetta, en fólk sem er ekki búið til ferða í veðri eins og var á fimmtudaginn eiga bara að halda sig heima, svona að mínu mati. Við eyddum svo nóttinni hjá Kristrúnu í Kópavoginum, eða öllu heldur Öddu þar sem hún var ein heima. Þangað kom svo pabbi og gisti líka.
Ferðinni var síðan haldið áfram eldsnemma á föstudagsmorguninn og vorum komin upp úr hádegi. Tilgangur ferðarinnar var sá að Gísli var að keppa í handbolta og átti hann að mæta um 4 leytið. Þetta handboltamót gekk nú svona upp og ofan hjá þeim piltum, unnu fyrsta leikin en sáu ekki til sólar eftir það.
Ég fór með mömmu út á Dalvík á laugardaginn, alltaf jafn gott að koma "heim" og hitta fólkið sitt. Heimsóttum það nánasta og fórum svo til Siggu glerlistakonu en hún var að laga til brúðargjöfina sem mamma og pabbi gáfu mér. En það voru forréttadiskar sem pössuðu ekki alveg í sparistellið mitt og var hún að gera nýja fyrir mig.
Á laugardagskvöldið var svo hangikets smakk hjá mömmu og pabba, en pabbi var að testa kjötið sem hann hefur verið að dunda við að reykja nú síðustu vikur. Það sveik ekki frekar en fyrri daginn, og alveg óhætt að fara að hlakka til jólanna hvað það varðar.
Við renndum svo heim á sunnudaginn og gekk ferðinn í heildina mjög vel. Fórum reyndar tvær ferðir á sjúkrahúsið á Akureyri, fyrst með Önnu Báru því hún var með svo mikla sýkingu í andlitinu og eyranu og fékk hún pensilín og krem. Síðan var farið með Gísla þar sem hann var allur útsteyptur í sýkingu í andlitinu bara eins og hann væri með unglingabólur, -greyið.
Svo smá hrakfalla saga af Trausta svona í lokin. Hann var á fótboltaæfingu í dag - þjálfarinn hringdi í Magga og sagði að við yrðum að fylgjast með syni okkar í kvöld þar sem hann fékk höfuðhögg á æfingu. Hann stóð sem sagt í marki og kappið bar hann ofurliði, hann ætlaði sko að verja boltann sem tókst ekki betur til en svo að hann henti sér á markstöngina og hlaut svakalegt horn á ennið. En þjálfarinn var ánægður með hann..........það er fyrir öllu !!!!
En ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili, set kannski inn nokkrar myndir svona mér til dundurs.
Kristín
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ummmm mig langar hangikjöt!!!
Það er greinilega enginn lognmolla í kringum ykkur, frekar en fyrri daginn, sniðugt af þér að skella þér á prjónanámskeið.
Trausti ótrúlegur, alltaf samur við sig
Knús og kossar, Guðrún Anna
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.