Alltaf nóg

Komið að smá greinargerð. Anna Bára fór í leikskólann í gær og það var bara fínt, var reyndar aðeins að skemmta þeim með orgi en það jafnaði sig.

Ég er búin að vera að kenna Gísla að taka próf. Hann er búinn að vera í samræmdum prófum og hann er ekkert að taka þetta of alvarlega, sem er kannski bara gott þannig séð. En metnaðurinn í mömmunni er meiri en svo að hún reynir að kenna honum helstu trixin. Hann var ekkert of uppveðraður eftir íslenskuna í dag, en það er svo stærðfræði á morgun. Var að reyna að leiðbeina honum og svo var Trausti líka að læra stærðfræði þannig að þeir voru báðir að leita ráða hjá mér og á meðan á því stóð, var Anna Bára í einhverju ægilegu grátkasti að það var allt að verða vitlaust hér í hosiló. En hún eiginlega argaði á okkur alveg á meðan þeir greyin voru að læra.

En vonandi að þetta fari allt vel.

Morgundagurinn hjá mér er frekar þéttur, vinna í fyrramálið, svo er ég að fara rúnt um sveitarfélagið í skoðun á leikskólum hér í sveitarfélaginu. Leikskólanefndin er að fara að heimsækja 7 leikskóla og kynna okkur starf þeirra og húsakynni og hvað betur má fara í þeim efnum. Þegar því er svo lokið vonandi um kl 4, þá er ég að fara í bæinn í kaffiboð með kellum sem hafa haldið hópin síðan á síðustu öld (1998) þegar við áttum allar börn á svipuðum tíma. Vorum saman á mömmumorgnum í kirkjunni á sínum tíma. Á morgun erum við að fara að hittast hjá Díönu sem býr í Hafnarfirði.

Síðan ætlum við familýjan að fara til Kristrúnar frænku í Kópavoginum og vera þar eina nótt og nota laugardaginn í alls kyns útréttingar í höfuðstaðnum. Á laugardagskvöldið er svo heljar geim hjá Ingu og Gvendó þar sem RT-klúbburinn er með árlegt formannspartý. Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur hér á undirlendinu......

Meira um það síðar.

Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hello

stina (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband