17.10.2006 | 10:38
Hlaupabóla
Já, það fór ekki svo að maður slyppi við hlaupabóluna þetta sinnið. Það er búið að vera þannig ástand í leikskólanum hennar Önnu Báru að þau hafa verið 5 af 8 í hennar hóp með hlaupabólu, það var ekki hægt að ætlast til þess að hún myndi sleppa. En annars er þetta mjög væg hlaupabóla, 7 bólur á bakinu og búið. Og hún er búin að vera algjör engill á meðan á þessu stendur, reyndar frekar pirruð í morgun. Þannig að þetta er bara fínt að klára þetta á svona þægilegan máta. Maggi var heima með hana í gær og ég er heima í dag, en ef hún verður ekkert verri þá held ég að það sé bara leikskólinn á morgun.
Ég ætla að reyna að sitja eitthvað yfir lestri í dag ef ég fæ tækifæri til þess. Ég var nefnilega á námskeiði í gær sem snýr að endurskoðun félaga og þar er allt efni á ensku og ég þarf dálítið góðan tíma í að komast í gegnum þetta efni. En þetta er mjög gaman. Heilmikil pappírsvinna og svakalega mikil skriffinska og utanumhald í kringum svona endurskoðun.
Það er heilmikið að gera í pólitíkinni eins og venjulega og sumar vikur hjá manni meira bókaðar en aðrar. En ég væri ekki að þessu nema af því að ég hef óskaplega gaman að þessu stússi, og mikinn áhuga á þessum málum.
Ég var nú að lesa fundagerð bæjarstjórnar Árborgar, og þvílíkt hvernig minnihlutinn hagar sér. Endalausar bókanir þannig að þessi fundagerð er illskiljanleg á allan hátt. Og svo er verið að bera upp erindi þar sem einn bæjarfulltrúi úr röðum D-listans er að fara fram á þriggja mánaða fæðingarorlof. Við afgreiðlsu þess máls þá styður minnihlutinn það ekki heldur situr hjá!!!! Hvað er að, þetta er flokkur sem talar fyrir jafnrétti og jöfnuði???? Hefðu þau samþykkt þetta ef um hefði verið að ræða karlmann frekar en konu??? Þetta lið er endalaust að skjóta sig í fótinn og svo er þetta fólk sem situr þarna í minnihluta fyrir S-ið að bjóða sig fram til þings, ég segi bara Guð forði okkur frá því að þau komist til valda................... Þeir sem vita aldrei í hvorn fótinn þeir eiga að stíga eiga ekkert með að stjórna landi
Jæja ég bið ykkur vel að lifa
Kristín
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.