Daglegt líf

Jæja þá er lífið að komast í réttar skorður aftur eftir helgina. Maður er sestur við skrifborðið í vinnunni og farin að stemma af bókhald fyrir hina og þessa. Mjög skemmtilegt finnst mér.

Anna Bára fer í leikskólann kl 8 og er til 4 eða 5. Þetta eru langir dagar hjá henni, en hún virðist bara sátt með þetta, fer stundum meira að segja að væla þegar ég kem og sæki hana, eins og hana langi ekki með mér. Þetta finnst mér bara góðs viti. Starfið þarna innan dyra er alveg hreint frábært og nú þegar þær hafa tekið bómullina sem þær höfðu vafið um hana til að byrja með, og farnar að taka á henni eins og þarf, þá er þetta bara á góðri leið. Það má nefnilega passa það að láta hana ekki verða að prinsessu sem ekki þarf að hafa fyrir hlutunum.

Trausti er að reyna að læra á klukku svo hann geti nú fylgst með því sjálfum hvenær hann á að mæta á æfingar, hann er bæði í handbolta og fótbolta og það er frekar þreytandi að vera að svara í símann á korters fresti til að segja honum hvað klukkan er. Hann er algerlega tímavilltur drengurinn og nennir ómöglega að læra á klukku. En nú skal hann. Ég keypti handa honum úr með því skilyrði að hann lærði á það, og nú er bara hja okkur foreldrunum að finna tima til að kenna honum að lesa á hana.

Gísli er alltaf jafn rólegur. Hann er ekkert að æsa sig yfir því að læra heima, fær sér frekar blund en að setjast niður með góða bók eða kíkja í stærðfræði. Mamman er nú ekki alveg að gúddera það þar sem hann á að fara í samræmd próf núna innan skamms. Næst er að taka á þeim málum nú þegar brullaupið er afstaðið. Nú verður að gefa börnunum tíma og sinna þeim svo vel sé.

Við fengum myndirnar frá ljósmyndaranum á mánudaginn og þvílík snilld!!!! Alveg hreint ótrúlega flottar myndir. Nú þurfum við að setjast niður og velja 45 stykki til að fá í albúmi og það verður sko hægara sagt en gert. Fengum 300 myndir hver annarri betri þannig að okkur er mikill vandi á höndum. Helst hefði ég viljað fá þær allar i albúmi........ En þetta eru sko myndir sem maður getur alltaf leitað i og yljað sér við þessa minningu um fallegan dag og maður þarf líka að minna sig á að með réttri meðhöndlun þá getur maður bara orðið nokkuð glæsilegur og það er gott að eiga góðar myndir af því Hlæjandi

En nú býð ég góða nótt og sofið rótt

Kristín, ekki jafn glæsileg og þann 30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil eldri systurson minn alveg fullkomlega... Guttinn er að stækka og því verður hann að fá sinn lúr:o)

Takk annars fyrir frábæran dag um síðustu helgi, renndi yfir myndirnar og líta bara vel út þykir mér:)

Steinþór Tr (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband