Frú Kristín

Já loksins er maður orðin frú.......... Annars fannst mér þetta frekar skelfileg staðreynd að heyra Magga segja þetta í morgun, svo ég bað hann vinsamlegast að nota þetta ekkiBrosandi.

 Annars var dagurinn í gær alveg yndislegur í alla staði. Ekkert stress bara gaman. Ég fór í greiðslu til Ingu mágkonu kl 13 og þaðan beint í förðun. Helga og Þorbjörg komu með mér þangað svona til að halda mér selskap. Þegar það var svo búið sendi ég Magga að heiman svo hann sæi mig ekki, því það boðar víst ógæfu, og við hættum ekki á neitt slíkt. Svo var bara verið að hafa sig til og tíminn leið allt of hratt, klukkan var bara orðin 5 áður en ég vissi af. Ég var enn að sinna Önnu Báru og ekki farin að klæða mig í kjólinn. En allt hafðist þetta nú. Skemmtilegast við þetta var að þegar Valur bróðir ætlaði í sparigallann þá komst hann að því að hann hafði gleymt buxunum sínum fyrir norðan....... og það er nú ekki hlaupið að því að fá buxur á drenginn. En sem betur fer hafði Maggi keypt sér tvenn jakkaföt fyrir brúðkaupið og það kom sér vel fyrir Val, þó skálmasíddinn hefði mátt vera ögn meiri...........Hlæjandi

Rétt um hálf sex var lagt af stað í kirkjuna á Audi A6, svakalega flottum bíl sem Sigvaldi maður Lilju reddaði okkur. Hann var líka bílstjórinn. Við strákarnir fórum með honum, en Anna Bára fór með Val og Þorbjörgu og hún var sett upp á pall hjá pabba sínum þar sem hún tók á móti okkur með feðgunum. Pabbi leiddi mig svo inn gólfið og þetta bara var yndisleg stund, þó maður sé ekki fyrir mikla athygli þá var þetta bara gaman.

Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og fluttu ljóð, Ást eftir Sigurð Norðdal. Kom held ég mörgum á óvart að þeir skyldu láta sig hafa þetta og þá sérstaklega Gísli sem ekki er mikið fyrir að gera eitthvað svona fyrir framan fjölda fólks. En þetta var ofboðslega flott hjá þeim og þeir voru bara ánægðir með sig. Síðan vorum við gift og Eyþór Arnalds söng fyrir okkur lag sem heitir Ljósið ert þú. Mjög flott hjá honum og kann ég honum bestu þakkir fyrir, alveg dásamlegt hjá honum að gera þetta fyrir okkur. Og ekki var undirleikarinn verri, Stefán sem kom inn í þetta svona á síðustu stundu, því við vissum ekki að við þyrftum að fá undirleikara eða organista, við héldum að hann fylgdi bara með prestinum.

En svo var athöfnin búin og við tók ljósmyndun sem fór fram á kirkjutröppunum og við kirkjuna með stór-fjölskyldunni allri, og svo við með börnin. Svo færðum við okku niður á Eyrarbakka þar sem við fórum í fjöruna. Þar vorum við mynduð með sólroða í baksýn. Alveg frábært veður en frekar kalt svona þegar maður var hálf ber. En ég hlakka til að sjá þessar myndir.

Eftir það var svo haldið í Rauða húsið þar sem veislan fór fram. FRÁBÆRT í alla staði, maturinn, fólkið, ræðan hans pabba, myndsýningar bæði frá systrum Magga og mínum systkinum, Elsa yndisleg - söng fyrir okkur, Róbert, Kristrún með kveðju frá Kristínu Eddu og Guðrúnu Önnu ljóð og allur pakkinn frá þeim, Hlín með þarfar ábendingar og bara frábært. Takk, Takk, Takk kærlega fyrir þetta allt saman.

Sigvaldi og Lilja takk fyrir hringapúðann og aksturinn!

Og ekki má gleyma veislustjórunum þeim Gvendó og Val, þeir stóðu sig eins og hetjur, eins og ég vissi.

Þegar gestirnir voru farnir fórum við á Hótel Selfoss, en mamma og pabbi voru með börnin á sinni könnu. Og svo tók við gjafaflóð þegar heim kom í morgun, þvílíkt magn af gjöfum. Alls konar gler og dýrgripir. Gjafabréf hér og þar, dúnsængur og sængurver og alls konar glös, vasar og lampar og hnífapör og bara meiriháttar gjafir. Takk fyrir það þúsund sinnum.

Og nú er þetta búið og við tekur bara rólegheit, eða maður vonar að einhver slökun verði. Annars er alltaf eitthvað sem tínist til. Set inn myndir þegar ég verð búin að hlaða þeim inn í tölvuna, annars á ég lítið af þeim, vona að aðrir hafi verið duglegir við það að mynda og hægt verði að fá myndir hjá öllum sem eiga eitthvað frá þessum dýrðarinnar degi.

 En bara þangað til næst

frú Kristín (agalegt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku FRÚ Kristín innilega til hamingju vínkona gaman að lesa bloggið þitt. Ætla að kíkja á myndirnar svo verður þú að setja inn myndir frá ljósmyndaranum.
kv. frá DK, Brynja og co.

Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 18:43

2 identicon

Sælar FRÚ
Rakst á síðuna þína og vil óska þér innilega til hamingju með þannan stóra áfanga. Þú sómar þér vel sem FRÚ :) Æðislegar myndirnar... þú hefur verið stórglæsileg í gær.
Bjarta framtíð Kristín mín!
Kveðja Ella (úr HR)

Elín (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband