24.9.2006 | 15:34
GÆS
Jæja, lenti maður nú aldeilis í því.......hélt að ég myndi algerlega sleppa við allt grín þegar maður er nú komin á þennan aldur. En nei ég var tekin í gegn á föstudaginn. Mágkonur mínar sóttu mig og settu mig í bleikan glansgalla, túberuðu á mér hárið og máluðu mig bleika í framan. Sendu mig svo í ríkið að versla freyðivín og kippu af bjór. Þaðan var ég svo send í Nóatún til að kaupa jarðaber og þaðan lá svo leið okkar í Blómaval þar sem ég var látin gera tvær skreytingar og selja. Allt gekk þetta eins og í sögu þar sem hvergi var mikið að gera þannig að ég slapp vel út úr þessu. Það sveið þó sárast að fá nælda í barminn samfylkingarnælu, skil ekki hver af mínum vinum hafi átt hana??? Trausti var líka fljótur að taka hana morgunin eftir og henda henni já þetta er vel upp alið hér.....
Eftir að ég var búin að selja skreytinguna mína, þá var farið upp í bíl og brunað austur í Hestheima þar sem farið var í klukkutíma útreiðartúr. Það var sko frábært. Veðrið var líka alveg geggjað örugglega 15 stiga hiti og sól. Þetta var alveg meiriháttar gaman og frábær félagsskapur.
Eftir útreiðartúrin var haldið heim til Gullu þar sem farið var í pottinn og reynt að ná úr sér komandi harðsperrum. En það gekk nú ekki mjög vel hjá mér allavega, er búin að vera að drepast í tvo daga. Eftir pottinn var maður sjænaður, ég fékk að fara úr bleika gallanum, og við fórum niður á Stokkseyri í humarveislu á Fjöruborðinu. Allt var þetta hin besta skemmtun og ég fæ vinkonum mínum seint þakkað það að eyða deginum með mér og gera hann skemmtilega. Og eins og lög gera ráð fyrir var ég leyst út með djörfum gjöfum.
En enn og aftur takk stelpur, þetta var yndislegur dagur með ykkur.
Í gær fórum við fjölskyldan svo til Rvk þar sem ýmislegt þurfti að útrétta. Ég var reyndar ekkert mjög þakklát stelpunum í gær þar sem ég var bara á hálfum hraða um Kringluna sökum mikilla harðsperra í lærum og rassi.........þannig að útréttingarnar tóku helmingi lengri tíma en þær hefðu þurft að gera.
Við sem sagt byrjuðum á því að ég mátaði kjólinn, fórum og náðum í fötin hans Magga, og svo vorum við að kaupa það sem þarf til að börnin verði fín þann 30. Kíktum á Kristrúnu og Óskar áður en við fórum og elduðum mat handa Steinþóri sem lagði til hús og húsbúnað. Eftir þennan dag voru allir alveg sprungnir þannig að rúmið var fyrsti kostur þegar heim var komið um 11 leytið.
Þegar við vorum á leið til Rvk hringir Helga systir og þá er hún á leið suður með Þorbjörgu. Þær ætluðu að prófa það að keyra suður og eyða deginum í Kringlunni og fara svo norður aftur. Þannig að þetta var svona fjölskyldufundur í Kringlunni líka. Gaman að því.
En nú dugir ekki annað en að spýta í lófa því ekki er nema 6 dagar til stefnu og nóg að gera fram að því.
Þangað til næst
Kveðja
Kristín
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já reiðmennskan tekur í!!! :)
En frábært að fá að lesa svona fréttir af ykkur....spurning að taka þetta sér til fyrirmyndar....
Gott að allt gengur samkvæmt áætlun í undirbúningnum....oohh þú verður svo glæsileg í kjólnum :D
En þessi síða er sko komin í favorits hjá mér, svo er bara að standa sig í skrifunum!!
Kossar og knús
Guðrún Anna
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 19:35
hæhæ, var bara að fatta þessa síðu rétt í þessu, gaman verður að fylgjast með henni í framtíðinni góðu. Já og takk fyrir síðast, þetta var voða gaman að sjá ykkur þótt stress og hamagangur hafi verið til staðar..hehe nýta tímann!!! :)
en við sjáumst hress um næstu helgi, hlakka til!!
kv.Þorbjörg
þorbjörg jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.