19.9.2006 | 20:03
Halló heimur
Já allt getur nú gerst. Nú hef ég ákveðið að koma mér upp síðu til að tjá mig á. Hér ætla ég að setja markverða hluti sem gerast í lífi okkar fjölskyldunnar á Birkivöllum. Vonandi munuð þið hafa gaman af og njóta vel.
Það sem ber hæst þessa dagana er undirbúningur stóra dagsins sem verður 30. sept. Já það er nú komið að því að við ætlum að ganga upp að altarinu eftir 16 ára sambúð. Ótrúlegt en satt..... Annars erum við mjög róleg yfir þessu og ætlum nú ekkert að fara á taugum yfir þessu frekar en öðru sem á daga okkar drífur.
Í dag fór ég í dekur í Myrru, alveg dásamleg stund þar. Erum svo að fara annað kvöld að skoða aðstæður í Rauða húsinu þar sem veislan verður haldin. Þannig að þetta er allt á réttri leið en ýmislegt sem þarf að huga að.
Svo er líka nóg að gera í pólitíkinni, en á morgun er fundur í leikskólanefnd þar sem mörg brýn mál ber á góma. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt og gaman að starfa í þessu.
En ætli ég hafi þetta nokkuð lengri færslu svona til að byrja með.
þangað til næst.
Kristín
Um bloggið
Daglegt líf
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.