Enn veikindi

Já nú er orðin vika síðan ég skrifaði síðast og hér erum við enn mæðgur, ég lagðist í þessa ógeðis flensu á föstudag og er enn heima með hita og kvef. Öll einhvernveginn undirlögð af hóstastrengjum og særindum allstaðar, þvílíkt ógeð. Anna Bára er enn með leiðinda hósta og ég skil hana vel að hún gráti þegar hún hóstar, því ég tárast þegar ég hósta, þetta er svo sárt. Maggi fór með hana á læknavaktina í gær og það er nú eins og það er ekki að gefa henni neitt of fljótt, vilja fá hana í myndatöku til að kanna lungun. Mér er ekkert farið að lítast á þetta hún borðar mjög lítið og drekkur mjög lítið. Það sem hún borðar gubbar hún upp úr sér með miklu slími og ógeði, þannig að hún er orðin frekar máttlaus litla skinnið - og má hún nú ekki við þvíCrying

Annars hafa dagarnir farið fyrir lítið, Trausti var heima frá þriðjudegi og þangað til í gær, hundslappur með hita hósta og hálsbólgu. Maggi fékk einhverja mini-flensu lagðist í bælið á laugardag með hausverk og svaf fram að kaffi og var í lagi eftir það..... ég vildi að ég gæti sofið svona lagað úr mér.....

Svo er maður alltaf komin með moral yfir vinnunni, en ég veit að ég væri sko ekki nýtanleg í vinnu eins og ég er búin að vera, bara rolast á milli bæla - svitna við að taka úr þvottavélinni hvað þá annað. Er þó að hugsa um að fara kannski í dag og sækja nýju fartölvuna - sem ég fékk í síðustu viku, í vinnunni- og reyna að gera eitthvert gagn hér heima. það eru ýmis verkefni sem ég get leyst bara svona í rólegheitum. Sé til seinni partinn.

Annars náði ég að afreka það á sunnudagskvöldið að verða mér úti um gistingu í Lloret de mar í sumar. Fékk gistingu á að ég held fínu hóteli nánast við ströndina með stóru og flottu útisvæði. Maður er bara að verða svolítið spenntur fyrir þessu öllu saman - þetta verður alveg svakalega gaman.

Pólitík.... 

En hvað er að gerast í landinu - allt í einu er samfylking orðin næst stærsti flokkurinn aftur?? Hvað kom yfir fólk?? og svona á einni nóttu?? Ég hef þá trú að þetta verði nú ekki niðurstöðurnar 12. maí þegar fólk hefur áttað sig á flautaþyrilshætti þeirra í s-inu. Svo hef ég heldur enga trú á að Ingibjörg og Steingrímur geti unnið saman eftir kosningar þar sem þau eru oftar en ekki á öndverðum meiði - og er þá skýrasta dæmi þar um kryddsíldin á gamlársdag. Nei ég get alveg séð fyrir mér að Geir og Steingrímur færu saman í stjórn ættu nokkuð góð ár saman - mér finnst að það sé komin tími á að framsókn fái frí - og hverjum dettur í hug að vinna með frjálslyndum samansafn fólks sem ekki er rekandi í öðrum flokkum? Fannst best það sem ég las núna síðast að heimildir væru fyrir því að Jóni Baldvini hefði verið boðið að taka sæti á lista!!!! Vona að þeir séu nú ekki svo örvæntingafullir....

Jæja nóg í bili

Kristín


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband