Góðan dag

Er heima núna með Önnu Báru veika. Hún er með hor og hita, var eins og miðstöðvarofn í nótt greyið, alveg sjóðheit. Maggi var heima með hana í gær og nú er komið að mér. Maður fer alltaf á flug með hvað maður geti nú gert til að nýta daginn, vonar að hún verði bara góð svo maður geti nú til dæmis klárað að taka niður jólaskrautið Shocking, já ég á það víst eftir. Hef bara hreinlega ekki tímt að taka allt niður, það verður eitthvað svo tómlegt við það. Nú svo gæti ég sest og saumað, hef ekki sest við saumavélina í að verða 4 ár......já þetta er alveg ótrúlegt, en ég saumaði ekkert á meðan ég var í skólanum og hef bara ekki haft mig af stað í þetta. Svo er gæti ég líka farið í einvherja smá tiltekt, en það er ekki eins skemmtilegt og að sauma.

Við erum að fara til Barcelona 23. júní með mömmu og pabba. Ætlum að vera í tvær vikur. Erum búin að bóka flug en eigum eftir að finna gistingu. Erum að vinna í þeim málum núna. Ætli við verðum ekki bara í Lloret de mar eða Tossa de mar sem eru bæir rétt við Barcelona. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt og ég er orðin mjög spennt fyrir þessu.

Tvær síðustu helgar hafa verið algerlega helgaðar handbolta, og þá ekki bara vegna HM, heldur voru Gísli og Trausti að keppa sitthvora helgina. Bæði skiptin var ræs upp úr kl 6 og mætt til Reykjavíkur um 8 leytið. Þvílíkar tímasetningar á þessum mótum....Gísla gekk svona upp og ofan, hann hefur bætt sig mikið en við foreldrarnir vorum ekki alveg nógu ánægð með það að hann er ásamt tveimur vinum sínum alltaf settur í lið þar sem með honum eru strákar sem eru algerir byrjendur þannig að þeir greyin eru alltaf á byrjunarreit á mótum. Þetta verður til þess að þeir hætta að nenna að mæta á þessi blessuðu mót. Svo er magnað að uppgötva það að maður hefur keppnisskap!!! Já það er eitthvað sem ég taldi mig alltaf vanta þegar ég var sjálf í íþróttum, en nú þegar kemur að mínum eigin börnum þá verður maður svo æstur og spenntur og ég hef svo mikinn metnað fyrir því að þeim gangi vel, að ég verð eiginlega hálf undrandi á þessu áður óþekkta keppnisskapi. Smile

Svo fórum við með Trausta núna um síðustu helgi, og þar er allt annað upp á teningnum. Einar þjálfari Trausta er að ná þvílíkum árangri með þessa peyja í 7. flokki að það er bara flott. Við fylgdumst með A-liði sem alveg valtaði yfir sína mótherja og svo C- liðið þar sem Trausti var að spila og þeir voru svo lang bestir að það var bara hálf leiðinlegt fyrir þá að standa í vörn þar sem hin liðin voru mjög hæg og sein voru bara á byrjunarreit. En þeir stóðu sig vel Selfoss liðin og maður var svo stoltur yfir því hvað vel var talað um Selfoss og hvað það væri vel haldið utan um þessa stráka.

Nú dynja á okkur skoðanakannanir vegna Alþingiskosninga í vor. Og þvílík hamingja að sjá könnun sem kom nú í morgun þar sem samfylking er komin niður fyrir 20%. Þetta fólk er eins og flautaþyrlar í öllum málum, þar sem engin samstaða er varðandi eitt eða neitt, þeirra eina mission er að fella ríkisstjórnina....og hvað svo? fara í samstarf með flokki eins og frjálslyndum sem þeir hafa keppst við að úthúða núna síðustu daga. Það sér það hver maður að þetta fólk er ekki traustsins vert. Segir eitt í dag og eitthvað alllt annað á morgun. Og jafnvel að það líði ekki einu sinni dagurinn á milli u-beygjunnar. Svo er nú líka það að Steingrímur kemur aldrei til með að starfa með frjálslyndum þar sem hann er mjög fylgin sér og hefur gefið það út að hann starfi ekki með flokki sem fer í gegnum kosningar með sömu stefnu og frjálslyndir í innflytjenda málum. Og á meðan minnihlutaflokkarnir hamast hver upp á móti öðrum þá er bara rólegt yfir mínum manni Geir. Hann er nú ekki að láta mikið fyrir sér fara og eru þeir farnir að auglýsa eftir honum í Spaugstofunni, hann hefur ekkert færi gefið á sér nú upp á síðkastið sem lýsir bara styrk Sjálfstæðismanna að fara ekki að láta espa sig út í einhverja orrahríð. Ég tel að það eigi eftir að koma okkur til góða í vor. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framvindunni hjá samfylkingunni þar sem Ingibjörg er ekki þessi leiðtogi sem átti að standa jafnfætis Davíð, nú þegar hann er farin úr ráðherrastól þá er eins og allur vindur sé út kellunni og hún hafi brunnið út.

Jæja ætli sé ekki best að fara gera eitthvað af mínum hugðarefnum dagsins. En þetta líklega verður eins og svo oft áður mikið á prjónunum en ekkert gert!!

Hafið það sem best

Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daglegt líf

Höfundur

Kristín Traustadóttir
Kristín Traustadóttir

Er Dalvíkingur og er stollt af því. Finnst þó gott að búa á Selfossi. Viðskiptafræðingur síðan jól 2005. Er gift Magnúsi Gíslasyni raffræðingi og við eigum þrjú yndisleg börn, Gísla Rúnar 12 ára, Trausta Elvar 8 ára og Önnu Báru 2 ára. Starfa hjá KPMG á Selfossi.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...124_2452
  • ...picture_173
  • girnó
  • mmmm.....
  • Við háborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband